Snorri

Hljóðleiðsögn um Reykholt

Sækja fyrir Android Sækja fyrir Apple

Click here for information in English.

Snorri

Verið velkomin í Reykholt, stað Snorra Sturlusonar

Snorrastofa gefur út þessa leiðsögn, sem veitir fróðleik um staðinn og eykur ánægju og upplifun gesta er þeir ganga um helstu viðkomustaði hans. Þar má einnig kynna sér þá þjónustu sem gestum staðarins stendur til boða.

Með leiðsögninni býðst gestum að ganga um staðinn og eru leiddir gegnum sögu hans og menningu. Gestir geta jafnframt kynnt sér yfirlitskort og hvern viðkomustað fyrir sig með hjálp mynda og texta.

Hér eru einnig aðgengilegar upplýsingar um náttúruperlur í nágrenninu, veitingar og þjónustu, gistimöguleika, almenningssamgöngur, veðurskilyrði og afþreyingu.

Heimsókn í Reykholt veitir gestum margvíslega innsýn í Íslandssöguna og veitir möguleika til heillandi útveru, gönguferða og friðsældar.

Við vonum að gestir eigi ánægjulega dvöl í Reykholti og snúi þangað gjarnan aftur.

 

Möguleikar:

Snorrastofa veitir inni- og útileiðsögn í gestamóttöku sinni á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu. Inngangur er við neðra bílaplan.

Efni útileiðsagnarinnar er hlaðið niður í tæki gestanna og nýtist án þess að vera í netsambandi. Með hjálp GPS-tækninnar vakna upplýsingar um hvern viðkomustað þegar honum er náð.

Innileiðsögnin felst í aðgangi að sýningu um Snorra Sturluson og samtíð hans . Boðið er uppá hljóðleiðsögn um sýninguna á  íslensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku.

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.