"Frestað! Fyrirlestrar í héraði: Þórður Kristleifsson - söngmaður, kórstjóri og ljóðaþýðandi"
28. apríl 2020

"Frestað! Fyrirlestrar í héraði: Þórður Kristleifsson - söngmaður, kórstjóri og ljóðaþýðandi"

Bókhlaða Snorrastofu

Þórður Kristleifsson (Héraðsskjalasafn)

Fyrirhuguðum fyrirlestri með tónlistarívafi um Þórð Kristleifsson frá Stóra-Kroppi,  söngmann, kórstjóra og ljóðaþýðanda hefur verið frestað um óákveðinn tíma, sjá fréttatilkynningu…

Það var Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, fagstjóri Hljóð- og myndsafns Landsbókasafns Íslands, sem áætlað var að flytti erindi um Þórð Kristleifsson og að erindi loknu flyttu Kammerkór Akraness og Reykholtskórinn lög og ljóð úr samnefndu verki Þórðar, sem hann gaf út á árunum 1939-1949.

Þessi áhugaverða dagskrá bíður betri tíma.

Titilmyndin er tekin af vefnum "Gamlar ljósmyndir" á Facebook. Myndatexti þar er á þessa leið:

Um 1915 - Stóri-Kroppur Borgarfirði. Frá vinstri: Guðný Kristleifsdóttir (1900-1932), Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969), Snjáfríður Pétursdóttir (1862-1951), Kristleifur Þorsteinsson (1861-1952), Einar Kristleifsson (1896-1982), Þorsteinn Kristleifsson (1890-1990), líklega Þórður Kristleifsson, óþekktur, Katrín Kristleifsdóttir (1894-1991), óþekkt og óþekkt

Myndhöfundur: Haraldur Böðvarsson.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.