Reykholtsverkefnið kvatt
26. nóvember 2019

Reykholtsverkefnið kvatt

Bókhlaða Snorrastofu

Dagskrá um árangur Reykholtsverkefnisins

Fyrirlestur:

Reykholt í ljósi fornleifanna, Guðrún Sveinbjarnardóttir flytur. Bók með sama heiti er gefin út um þessar mundir og verður fagnað af þessu tilefni.

Pallborðsumræður um verkefnið og framtíð sambærilegra verkefna:

  • Benedikt Eyþórsson, sagnfræðingur
  • Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
  • Egill Erlendsson, landfræðingur
  • Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur
  • Helgi Þorláksson, sagnfræðingur.

 

 

 

 

Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu setur dagskrána og Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, sem lengi sat í stjórn stofnunarinnar leiðir umræðurnar.

Fyrirhugað var að Guðrún Gísladóttir, landfræðingur og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tækju þátt í umræðum um lok verkefnisins en þær verða ekki með af óviðráðanlegum orsökum.

Kaffiveitingar, enginn aðgangseyrir, verið öll velkomin.

Athugið breyttan tíma á viðburðinum.

Ofangreind dagskrá markar lok Reykholtsverkefnisins. Því var hleypt af stokkunum árið 1999 og hefur því varað í 20 ár. Reifað verður hvert mat sé hægt að leggja á verkefnið og hver framtíð verkefna í sama dúr geti orðið. Reykholtsverkefnið er þverfaglegt, alþjóðlegt miðaldarannsóknarverkefni á sviði bókmennta, fornleifafræði, landafræði og sagnfræði. Það leiddi saman fjölda fræðimanna og var þátttakendum ætlað að glíma við sömu viðfangsefni, Snorra Sturluson, ævi og störf og Reykholt í tíð hans. Sameiginlegur rammi verkefnisins varð hugtakið „miðstöð“ og hvernig Snorri hafi mótað þá miðstöð í Reykholti. Fornleifarannsóknir í Reykholti hafa vakið mesta athygli verkefnisins, sem var annars afar fjölþætt og hefur vakið umræður á mörgum sviðum. Um það vitnar m.a. margháttuð útgáfa innan ramma verkefnisins um bókmenntir, sögu og náttúru, auk fornleifa. Á samkomunni verður kynnt ný bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur, Reykholt í ljósi fornleifanna og fram fara pallborðsumræður þar sem litið verður til fortíðar og framtíðar.

Bók Guðrúnar, Reykholt í ljósi fornleifanna og allar bækur, sem gefnar hafa verið út undir nafni Reykholtsverkefnisins verða boðnar til sölu með vildarkjörum, 50% afslætti.

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.