Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir - námskeið
1. október 2018

Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir - námskeið

Önnur staðsetning

Fornsagnanámskeið Snorrastofu í Reykholti, Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, veturinn 2018-2019.

Leiðbeinandi dr. Ármann Jakobsson.

Margir vita að hinn kunni rithöfundur JRR Tolkien, höfundur Hobbitans og Hringadróttinssögu, var sérfróður um miðaldabókmenntir og ekki síst norrænar bókmenntir. En nákvæmlega hvernig mótuðu fræðastörf hans skáldsagnaritunina? Hvernig var sambandi hans við Ísland háttað? Hvernig leit hann á Völuspá og Snorra-Eddu? Hvernig nýtti hann sér norræna kvæðið Fáfnismál.

Ármann Jakobsson ræðir um Tolkien og Ísland sex mánudagskvöld í vetur. Meðal umfjöllunarefna hans eru drekar, álfar, dvergar, draugar og hinn norræni hetjuskapur en um öll þessi efni hefur hann ritað. Nýjasta fræðibók hans er The Troll Inside You, sem kom út árið 2017.

Námskeiðið verður á mánudagskvöldum kl. 20-22, að venju til skiptis í Landnámssetri og Snorrastofu.

Upplýsingar og skráningar hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, s.: 437-2390, netfang simenntun@simenntun.is www.simenntun.is

Dagskrá:

Mánudagur 1. október - Landnámssetur

Tolkien, menntun hans og störf

Mánudagur 5. nóvember - Snorrastofa

Tolkien og álfar - Snorra-Edda og Heimskringla; kynþáttahugsun

Mánudagur 7. janúar - Landnámssetur

Tolkien og dvergarnir – Völuspá

Mánudagur 4. febrúar - Snorrastofa

Tolkien og draugar - Grettissaga og Bjólfskviða

Mánudagur 4. mars - Landnámssetur

Drekar Tolkiens - Fáfnismál 

Mánudagur 1. apríl, lokakvöld - Snorrastofa

Tolkien, ragnarök og hetjuskapur - Snorra-Edda

Allt námskeiðið kostar kr. 21.000, stakt kvöld kr. 4.000

Verið öll velkomin!

Yfirlit yfir námskeiðið (pdf)...

Um fornsagnanámskeiðin fyrr og nú...

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.