Call for Papers: A viking in the Sun
A Viking in the Sun: Harald Hardrada, the Mediterranean, and Nordic World, between the late Viking Age and the Eve of the Crusades.
Lesa meiraStyrkir til rannsókna á ritmenningu íslenskra miðalda - RÍM
Í tilefni af því að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi, standa forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofa í Reykholti fyrir átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.
Fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytis auglýsir Snorrastofa nú eftir umsóknum um styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2024, sem er lokaár verkefnisins.
Jólakveðja Snorrastofu
Snorrastofa í Reykholti sendir samstarfsfólki og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samskipti og stuðning á árinu 2023.
Lesa meiraSnorrastofa fengi húsnæði Héraðsskólans í Reykholti
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði í vikunni viljayfirlýsingu um að kanna möguleikann á því að Snorrastofa fái húsnæði Héraðsskólans í Reykholti til umráða fyrir sýningar og gestamóttöku þegar Landsbókasafn Ísland – Háskólabókasafn hefur fært starfsemi sína úr húsinu.
Lesa meiraJólaverslun í Reykholti
Við bjóðum 20% afslátt af öllum skartgripum í verslun Snorrastofu fram til jóla.
Lesa meiraVinnufundur um ritmenningu íslenskra miðalda
Vinnufundur um ritmenningu íslenskra miðalda, eða RÍM, verður haldinn í Eddu, húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík, föstudaginn 24. nóvember 2023 milli kl. 10 og 15.30. Fundurinn er opinn öllum.
Lesa meiraSamstarfssamningur Snorrastofu og ítalsks miðaldabæjar
Bæjarstjóri hins ítalska bæjar Gradara, Filippo Gasperi, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, undirrituðu á sunnudag formlegan samstarfssamning Snorrastofu og bæjarins.
Lesa meiraÞjóðbúningaþing í Reykholti
Dagana 9. - 11. ágúst var haldið Norrænt þjóðbúningaþing í Reykholti. Tilgangur þinganna er að norrænu löndin miðli sín á milli þekkingu um þjóðbúninga og viðhaldi þannig þeim menningararfi sem í þeim felst. Þjóðbúningaþingið var það sautjánda í röðinni en þau hafa verið haldin á þriggja ári fresti frá árinu 1978.
Lesa meiraFingraför Sæmundar fróða - Fyrirlestur 29.júlí kl 13
Hverjar eru helstu vísbendingar um ritstörf Sæmundar Sigfússonar í Odda?
Fyrirlestur Friðriks eru hugleiðingar áhugamanns um íslenskar miðaldir og þankar leikmanns um hið mögulega og ómögulega í lífi og starfi Sæmundar Sigfússonar, með áherslu á þau ritverk sem hann gæti hafa sett saman eða komið að, útfrá þeim tilvitnunum og heimildum sem tengjast nafni hans í miðaldatextum.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.