
Thoreau & the Nick of Time
Ráðstefna um Henry David Thoreau í Snorrastofu
Dagana 25. til 27. maí nk. verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Snorrastofu í Reykholti um bandaríska heimspekinginn og rithöfundinn Henry David Thoreau, sem ber yfirskriftina „Thoreau and the Nick of Time“. Viðburðurinn hefur verið á dagskrá Snorrastofu frá vorinu 2020, en verið ítrekað frestað vegna farsóttarinnar.
Thoreau er einn þekktasti rithöfundur og heimspekingur Bandaríkjanna fyrr og síðar. Hann var áhugasamur um Snorra Sturluson og vitnaði ítrekað til hans í verkum sínum, aðallega dagbókum. Thoreau er annars hvað þekktastur fyrir bókina Walden, sem er lykilverk á sviði náttúruheimspeki og náttúruverndar. Kom bókin út á vegum bókaútgáfunnar Dimmu árið 2017 í einstaklega vandaðri þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Þá er Thoreau ekki síður þekktur fyrir kenningar sínar um borgaralega óhlýðni og í því sambandi var hann fyrirmynd manna eins og Mahatma Gandhi og Martin Luther King.
Ráðstefnan er undirbúin í samvinnu The Thoreau Society, stærstu samtök Bandaríkjanna um einstakan rithöfund. Fer hún fram í tveimur málstofum, í Hátíðarsal og bókhlöðu. Fyrirlesarar verða 37 talsins og koma þeir og aðrir gestir frá 10 löndum. Margir af fremstu Thoreau-sérfræðingum heimsins taka þátt.
Ráðstefnan er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Sjá nánar á www.snorrastofa.is. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er meðal þeirra sem styðja viðburðinn.

Sýningin Myrka Ísland – myndskreytt sögustund í bókhlöðu Snorrastofu
Sett hefur verið upp sýningin Myrka Ísland í bókhlöðu Snorrastofu. Myndverkin eru eftir tvo unga ...
Lesa meira
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar: Fallegt kvæði Bergsveins Birgissonar
Þann 21. apríl sl. voru 50 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku á hafnarbakkanum...
Lesa meira
Styrkir til rannsókna á ritmenningu íslenskra miðalda – RÍM fyrir 2021
Auglýsing um styrki til rannsókna á ritmenningu íslenskra miðalda - RÍM: Í tilefni af því að árið...
Lesa meira
Lokað frá 2. nóvember 2020
Snorrastofa verður lokuð um óákveðin tíma frá og með mánudeginum 2. nóvember 2020. Þetta er gert ...
Lesa meira
Snorrastofa verður lokuð föstudaginn 9. október 2020
Af óviðráðanlegum orsökum verður Snorrastofa lokuð í dag, föstudaginn 9. október 2020
Lesa meira
Snorrastofa 25 ára á dánardægri Snorra Sturlusonar 2020
Menningar- og miðaldastofnunin Snorrastofa minnist þess nú að 25 ár eru liðin frá því að undirrit...
Lesa meira
Fegurð haustsins framundan í Reykholti
Haustið fer að í Reykholti eins og annars staðar og náttúran hefur hafið búningaskipti sín. Snorr...
Lesa meiraOpnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.