15 Bjarmaland

Á flötinni fyrir ofan Fosshótel og neðan Hallveigartraðar er grænt svæði sem fyrirhugað er að verði með tímanum blómlegur garður með austrænu yfirbragði. Meðal þeirra sem sótt hafa staðinn í auknum mæli að vetrarlagi undanfarin ár eru Japanir og Kínverjar að skoða norðurljós – og gæti garðurinn aukið yndi þeirra með skjóli að vetrarlagi og fært öllum gestum gleði með litauðgi blómgróðurs að sumarlagi.

Brennubær Jónasar
Í móðurætt var Jónas Árnason skáld og alþingismaður kominn af Reykvíkingum, móðir hans var Ragnheiður Jónasdóttir frá Brennu við Berg­staðastræti. Móðurfjölskylda Jónasar var jafnan kennd við bæjar­nafnið. Í minningu þess kallaði Jónas bæ þann sem hann byggði sér og fjölskyldu sinni hér í Reykholti Brennubæ, sem er orðinn bústaður starfsfólks menntamálaráðuneytisins. Jónas var eitthvert ástælasta leikritaskáld Íslendinga á sinni tíð, en var kennari við Reykholtsskóla í nokkra skólavetur á árabilinu 1964–1987. Þá var hann og löngum stundum á þessu tímabili þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi eða frá 1967 til 1979.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.