1 Snorrastofa, inngangur, upplýsingar

Heimsókn í Reykholt hefst gjarnan á planinu fyrir framan kirkjuna og sýningarsalinn, til hægri þegar ekið er upp afleggjarann að Reykholti. Staðurinn sækir frægð sína af bókmenningu þeirri sem náði mestum blóma með Snorra Sturlusyni (1179–1241) rithöfundi og stjórnmálamanni.

Inngangur Snorrastofu blasir við af hlaðinu, en þar er komið inn í afgreiðslu og verslun gestastofu. Hún veitir ferðamönnum upplýsingar og þjónustu. Saga Snorra – sýning um sögu Snorra Sturlusonar er í salnum á jarðhæð – og stendur þar margvísleg leiðsögn til boða. Verslunin með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki er vinsæl meðal ferðamanna.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.